Síða 6 af 6
Reglurnar fyrir útisvæði verða sem hér segir:
Almennt
Öryggi
- Horfa fram fyrir sig
- Hjóla á stétt og göngustígum
- Hafa hendur og fætur hjá sér
Ábyrgð
- Taka saman
- Fara vel með leiktæki og dót
- Fá leyfi til að fara inn
- Fara í röð þegar kallað er
Umhyggja
- Vera á leiksvæðinu
- Hjálpa öðrum
- Leyfa öllum að vera með
Sérstakar reglur í leiktækjum
Húsin:
- Þau börn sem komast upp á sjálf, mega klifra
- Þurfa að komast sjálf niður aftur
- Bara 2 upp á húsinu í einu
Kastali
- Klifra á viðeigandi stöðum upp í kastalann
- Renna sér niður rennibrautina með fætur á undan
- Færa sig strax frá þegar búið er að renna sér niður
- Undantekning á reglu; ef það er ,, halarófuleikur" í gangi í rennubrautinni - starfsmaður á svæði metur aðstæður
Rólur
- Róla fram og til baka, standandi eða sitjandi
Vegasalt
- Sitja á vegasaltinu og snúa fram
- Undantekning á reglu; Starfsmaður á svæðinu þarf að ákveða/meta á grundvelli öryggis, hverju sinni, hvort má standa í miðjunni.
Snjóþotur/rassaþotur
- Renna niður Hólakots- hól með fætur á undan
- Labba til baka upp göngustigi eða til hliðar við ,,brautina"
Hjól
- Hjóla á stétt eða göngustígum
Snúningstæki/hringekja
- 4 börn í einu, að snúa sér