Dagur leikskólans var á laugardaginn 6.febrúar og í tilefni þess hengdum við upp listaverk eftir börnin á grindverkið úti.
Það er líka gaman að segja frá því að þetta ár þá hlaut leikskólastigið í heild sinni hvatningarverðlaunin Orðsporið. Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi.
Til hamingju með dag leikskólans og vonandi hafið þið haft gaman af listaverkasýningunni.