Sumarlokun leikskólans
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí og til og með 3. ágúst. Leikskólinn opnar svo aftur eftir sumarleyfi þann 4. ágúst.
Dagur leikskólans
Dagur leikskólans var á laugardaginn 6.febrúar og í tilefni þess hengdum við upp listaverk eftir börnin á grindverkið úti.
Það er líka gaman að segja frá því að þetta ár þá hlaut leikskólastigið í heild sinni hvatningarverðlaunin Orðsporið. Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi.
Til hamingju með dag leikskólans og vonandi hafið þið haft gaman af listaverkasýningunni.
Jólaball og jólaskemmtun úti
Góðan dag
Á morgun þriðjudag 15.desember verður jólaball inni á yngri deildum klukkan 10.00 (jólasveinar munu koma og heilsa upp á börnin og verða fyrir utan gluggann með ýmsa skemmtun)
Eftir hádegi í útiveru þá fá börnin á eldri deildum óvænta uppákomu og það munu koma jólasveinar í garðinn að syngja, leika og gera fullt skemmtilegt með þeim.
Eldri börnin fá svo sitt jólaball 18.desember
Jólakveðja, starfsfólk Suðurbogar
Jólapeysudagur
Á miðvikudaginn 9.desember ætlum við að hafa jólapeysudag í leikskólanum. Börn og starfsfólk gera sér glaðan dag með því að mæta í jólapeysu eða peysu skreytta jólaskrauti.
Bleikur dagur
Á föstudaginn 16. október ætlum að halda upp á bleika daginn í leikskólanum. Allir að mæta í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt 😀